1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Sjáðu fimm stjörnu hótelið sem enska landsliðið heldur til á HM í Katar

Skyldulesning

Enska knattspyrnusambandið hefur gengið frá bókunum á dvalarstað karlalandsliðs síns sem tekur þátt á HM í katar í nóvember seinna á þessu ári. Enska landsliðið mun halda til á fimm stjörnu hótelinu Souq Al-Wakra sem er staðsett rétt suður af höfuðborg Katar, Doka.

Dregið verður í riðla fyrir HM í dag og þá verður ljóst hverjir mótherjar Englendinga í riðlakeppninni verða. Englendingar verða í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í dag.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur gefið það út að hann telji sig vera með lið í höndunum sem geti farið alla leið á HM í ár.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af Souq Al-Wakra hótelinu sem verður dvalarstaður enska landsliðsins á HM í Katar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir