Sjáðu frábært mark McGinn sem kláraði Chelsea – DV

0
101

Laugardagur 01.apríl 2023

Getty

Chelsea spilaði við Aston Villa á heimavelli í kvöld en um var að ræða leik í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea var mun sterkari aðilinn og hættulegri í þessum leik sem enedaði þó með tapi á heimavelli.

Chelsea náði ekki að nýta færin en þeir Ollie Watkins og John McGinn skoruðu mörkin í 2-0 sigri Villa.

Mark McGinn var virkilega laglegt en hann átti fallegt skot utan teigs sem Kepa í marki Chelsea réð ekki við.

Markið má sjá hér.

🚨🟣| 2-0 Aston villa , Mcginn (56) GOAL
pic.twitter.com/xZkdeHjBL0

— GOALSbible (@goalsbibletv) April 1, 2023

Enski boltinn á 433 er í boði

Fleiri fréttir Mest lesið Nýlegt