Sjáðu gjörsamlega kostuleg viðbrögð Jurgen Klopp við varnarleik Darwin í kvöld – DV

0
149

Liverpool slátraði Leeds í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, Mo Salah og Diogo Jota skoruðu báðir tvö mörk í leiknum.

Leeds er í tómum vandræðum og falldraugurinn vakir yfir Elland Road, eftir að hafa tapað 1-6 í kvöld er útlitið ekki bjart.

Cody Gakpo kom Liverpool í 1-0 áður en Mo Salah kom Liverpool í 2-0. Með markinu hafði Salah skorað 106 mörk með vinstri fæti í ensku deildinni, sem er met.

Luis Sinisterra kom gestunum inn í leikinn í upphafi fyrri hálfleik en Ibrahima Konate gerði þá far slæm mistök í vörninni.

Stuðningsmenn Leeds fengu von en hún lifði ekki lengi því Diogo Jota kom Liverpool í 3-1 og skömmu síðar skoraði Mo Salah sitt annað mark.

Diogo Jota bætti svo við fimmta markinu en hann hafði ekki skorað í eitt ár í ensku úrvalsdeildinni fyrir kvöldið. Darwin Nunez sem kom inn sem varamaður bætti við sjötta markinu og innsiglaði frábæran sigur Liverpool.

Markið frá Nunez var ekki það sem gladdi Jurgen Klopp mest við leik hans heldur pressan hans og hvernig hann vann boltann aftur.

Atvikið er hér að neðan.

Jurgen Klopp living for the Darwin Nunez press 😂 pic.twitter.com/ATbP6ykPnq

— 101 Great Goals (@101greatgoals) April 17, 2023

Enski boltinn á 433 er í boði