Sjáðu hvað stuðningsmenn United sungu til Kane í gær – Kappinn tjáir sig um sönginn – DV

0
142

Harry Kane, leikmaður Tottenham, fékk spurningu um söngva stuðningsmanna Manchester United í leik liðanna í gær.

Enski framherjinn hefur verið orðaður við United undanfarið. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Tottenham og þarf félagið líklega að selja hann ef hann skrifar ekki undir nýjan.

Stuðningsmenn United vilja ólmir fá Kane til liðs við sig í sumar og létu það ljóst í gær.

“Harry Kane, we’ll see you in June”

No doubting who the Man United fans want the club to sign in the summer 👀 pic.twitter.com/d322BvEMST

— SPORTbible (@sportbible) April 28, 2023

„Við sjáumst í júní,“ sungu þeir, en United og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli í gær. Rauðu djöflarnir höfðu komist í 0-2.

Kane var spurður út í söngvana í dag.

„Ég heyrði hvað þeir sungu en ég er einbeittur á Tottenham og að klára tímabilið hér vel.“

Enski boltinn á 433 er í boði