Sjáðu kostulegt myndband sem Hollywood eigendur Wrexham gáfu út í kjölfar tíðinda kvöldsins – Fannst Sir Alex ógna sér og skelltu því á hann – DV

0
192

Fyrr í kvöld var greint frá því að velska knatt­spyrnu­liðið Wrex­ham, sem tekur þátt í ensku utan­deildinni, myndi mæta enska úr­vals­deildar­fé­laginu Manchester United í æfingar­leik í Banda­ríkjunum í sumar.

Wrex­ham er í eigu banda­rísku leikaranna Ryan Reynolds og Rob McEl­henn­ey og hefur skotist upp í hæstu hæðir eftir að leikararnir festu kaup á fé­laginu.

Reynolds og McEl­henn­ey nýttu sér sína hæfi­leika í leik­list í mynd­bandi sem var dreift á sam­fé­lags­miðlum í kvöld eftir til­kynninguna um leik Wrex­ham og Manchester United og fengu í lið með sér Sir Alex Fergu­son, fyrrum knatt­spyrnu­stjóra Manchester United og goð­sögn í sögu fé­lagsins.

Í mynd­bandinu hringja Reynolds og McEl­henn­ey mynd­sím­tal til Sir Alex en finnst hann ógna þeim helst til of mikið.

Mynd­bandið má sjá hér fyrir neðan:

50% Dragon. 50% Devil. 100% Red. Wrexham play @ManUtd in San Diego, July 25th!

🔴⚪️ #WxmAFC pic.twitter.com/w7zUjB3d3K

— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) March 27, 2023

Wrexham er án efa eitt heitasta lið Bretlandseyja um þessar mundir þrátt fyrir að leika í ensku utandeildinni. Um er að ræða sögufrægt lið sem var árið 2020 keypt af Ryan Reynolds og Rob McElhenney. Fjölmargir hafa fylgst með ævintýri Wrexham undanfarið í Disney+ þáttaröðinni Welcome to Wrexham.

Nú er svo komið að Wrexham er í góðum möguleika á að koma sér upp í ensku deildarkeppnina á nýjan leik með því að enda í einu af efstu sætum utandeildarinnar. Komist liðið upp úr utandeildinni mun þeirra bíða sæti í ensku D-deildinni.

Þann 25. júlí næstkomandi mun Wrexham taka á móti stjörnuprýddu liði Manchester Untied á Snapdragon leikvanginum í San Diego. Um er að ræða fyrsta leik Wrexham í Bandaríkjunum.

Ljóst er að Manchester United mun tefla fram ungum leikmönnum í viðureign liðanna, einhverjir þeirra munu koma úr akademíu félagsins.

Enski boltinn á 433 er í boði