sjadu-markid-–-alfons-hetjan-er-bodo-for-afram

Sjáðu markið – Alfons hetjan er Bodö fór áfram

Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted reyndist hetjan er Noregsmeistarar Bodö/Glimt fóru áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í kvöld eftir sigur gegn AZ Alkmaar í framlengingu. Fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Bodö í Noregi.

Vangelis Pavlidis kom AZ yfir í leiknum í kvöld á 18. mínútu en Amahl Pellegrino jafnaði metin á 26. mínútu og kom Bodö í forystu í einvíginu.

Pavlidis skoraði aftur fjórum mínútum síðar og staðan 3-3 samanlagt þegar venjulegur leiktími var liðinn. Viðureignin fór í framlengingu og það var bakvörðurinn Alfons Sampsted sem skaut Bodö áfram á lokasekúndum fyrri hálfleiks framlengingarinnar eftir fyrirgjöf Hugo Vetlesen.

Bodö/Glimt hefur nú unnið Roma, Celtic og AZ Alkmaar í Sambandsdeildinni á tímabilinu.

Mark Alfons í kvöld má sjá hér að neðan.

Ceza Sahası içine yaptığı koşu ve orada Kalması – Sampsted

Çok ince bir pasla onu buluşturması – Vetlesen pic.twitter.com/uVvmRYTp4O

— EmirVideo (@emirvideo1) March 17, 2022


Posted

in

,

by

Tags: