Sjáðu markið: Willum tryggði GA Eag­les stig – Vísir

0
98

Sjáðu markið: Willum tryggði GA Eag­les stig Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 14:28

Willum Þór Willums­son skoraði eina mark GA Eag­les í 1-1 jafn­tefli liðsins við Gronin­gen í hollensku úr­vals­deildinni í dag.

Leikurinn fór fram á De Adela­ars­horst, heima­velli GA Eag­les en það voru leik­menn Gronin­gen sem byrjuðu leikinn betur.

Strax á 6.mínútu tókst Ri­car­do Pepi að koma gestunum yfir með marki eftir stoð­sendingu frá Oli­ver Ant­man.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 30.mínútu þegar að boltinn barst til Willums á miðjum víta­teigi Gronin­gen eftir fasta fyrir­gjöf frá Bas Kui­pers. Willum var með öryggið upp­málað og kom boltanum af mikilli yfir­vegun fram hjá Peter Leeuwen­bur­gh í marki Gronin­gen.

Um var að ræða fjórða mark Willums í síðustu sjö leikjum hans í hollensku úr­vals­deildinni og hans sjöunda mark á tíma­bilinu í 24 leikjum. Þá hefur hann einnig gefið tvær stoð­sendingar.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í um­ræddum leik sem lauk því með 1-1 jafn­tefli. GA Eag­les er sem stendur í 11. sæti hollensku úr­vals­deildarinnar með 37 stig eftir 31 um­ferð.