8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Sjáðu mörkin: Berjast um titilinn besta mark ársins

Skyldulesning

Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) hefur opinberað þau þrjú mörk sem berjast um Puskás verðlaunin sem eru veitt ár hvert fyrir flottasta mark ársins í knattspyrnuheiminum.

Þrjú mörk eru tilnefnd.

Fyrsta markið er mark Giorgan De Arrascaeta í leik Ceará SV og CR Flamengo í brasilísku deildinni þann 25. ágúst árið 2019. Um er að ræða glæsilegt hjólhestaspyrnu mark.

Son Heung-Min, leikmaður Tottenham, er einnig tilnefndur til verðlaunanna fyrir mark sem hann skoraði gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni þann 7. desember 2019. Son fékk boltann á sínum eigin vallarhelming og þræddi með hann yfir endilangann völlinn.

Þriðja og seinasta markið til að vera tilnefnt er mark Luiz Suarez í leik með Barcelona gegn RCD Mallorca í LaLiga deildinni á Spáni þann 7. desember 2019. Eftir fallegt samspil leikmanna Barcelona endaði boltinn hjá Suarez sem kom boltanum í netið með fallegri hælspyrnu.

Mörkin má sjá hér fyrir neðan:


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir