Sjáðu myndband: Liðsfélagi Jóns Daða lúbarði dyravörð með pabba sínum – Fengu dóm fyrir – DV

0
142

Kyle Dempsey leikmaður Bolton situr nú í dómsal eftir að hann og faðir hans börðu dyravörð til óbóta síðasta sumar.

Atvikið átti sér stað á Labour Club í Cumbria sem er á Englandi.

Dempsey og faðir hans segjast hafa orðið fyrir árás á leið sinni á staðinn og hafi verið að elta mennina inn á Labour Club.

Þeir höfðu verið að drekka en dyravörðurinn sem varð fyrir árásinni vildi ekki hleypa þeim vegna þess hversu æstir þeir voru.

Dyravörðurinn missti tönn, nefbrotnaði, mar á rifbein og skurð á andlitið. Dyravörðurinn hefur verið frá vinnu frá því í júlí eftir árásina.

Þeir feðgar voru dæmdir í eins árs fangelsi en ef þeir brjóta ekki skilorð í 18 mánuði þá þurfa þeir ekki að sitja inni.

Dempsey er 28 ára gamall og kom til Bolton síðasta sumar þar sem hann og Jón Daði Böðvarsson eru liðsfélagar.

Atvikið er hér að neðan.

CCTV footage shows the moment Bolton Wanderers footballer Kyle Dempsey and his father Michael Dempsey assaulted a bouncer.

Story here: https://t.co/QA0L9wWZM1 pic.twitter.com/XfuYieaMOX

— ITV Granada Reports (@GranadaReports) April 13, 2023

Enski boltinn á 433 er í boði