7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Sjáðu myndbandið: Brjálaðist á fréttamannafundi vegna spurningar um innrás Rússa – „Hlustaðu! Þú þarft að hætta! Ég er ekki stjórnmálamaður!“

Skyldulesning

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur fengið sig fullsaddan af spurningum blaðamanna um innrás Rússa í Úkraínu.

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, steig tímabundið til hliðar á dögunum eftir innrás Rússa. Sjálfur er hann rússneskur og talinn þekkja Pútín nokkuð vel. Í gær var þó greint frá því að Abramovich hafi svarað kalli Úkraínu um að hjálpa til við að reyna að stilla til friðar eftir innrás Rússa.

Tuchel fékk spurningu út í Abramovich á fréttamannafundi í dag. Þetta var ekki sú fyrsta þess efnis undanfarna daga.

„Hlustaðu! Þú þarft að hætta! Ég er ekki stjórnmálamaður! Ég get bara endurtekið það sem ég hef sagt og mér líður ekki einu sinni vel með að endurtaka það því ég hef aldrei upplifað stríð og bý við forréttindi,“ svaraði Tuchel og stoppaði blaðamanninn í spurning sinni.

„Ég sit hér í friði og er að gera mitt besta en þið verðið að hætta að spyrja þessar spurninga. Ég hef engin svör.“

Tuchel: “Listen, STOP asking me these questions. I’m not a politician!”pic.twitter.com/Nk4jVvvz7L

— Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) March 1, 2022

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir