Sjáðu myndbandið – Klókindi og leikaraskapur Kane fiskaði Doucoure af velli – DV

0
144

Everton eru manni færri gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eftir að Abdoulaye Doucouré lét Harry Kane veiða sig í gildru.

Eftir átök þeirra á milli fór Doucouré með hendurnar í andlitið á Kane.

Kane fór niður með miklum tilþrifum og ljóst að hann fann ekki mikið fyrir högginu en lét sig falla.

Dómari leiksins var ekki í nokkrum vafa og rak Doucouré af velli í hvelli og gaf Kane gula spjaldið.

Atvikið má sjá hér að neðan.

I hope Harry Kane never wins a trophy in his life pic.twitter.com/X2fFMiRskE

— 𝐄𝐑 (@ErlingRoIe) April 3, 2023

Enski boltinn á 433 er í boði