6 C
Grindavik
2. mars, 2021

Sjáðu myndbandið – Pogba skorar bara mörk í heimsklassa á þessu tímabili

Skyldulesning

Fulham tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Manchester United en leikið var á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Fulham komst yfir strax á 5. mínútu leiksins með marki frá Ademola Lookman sem skoraði eftir stoðsendingu frá André Zambo Anguissa.

Edinson Cavani, jafnaði leikinn fyrir Manchester United á 21. mínútu og stóðu leikar 1-1 í hálfleik. Paul Pogba kom Manchester United yfir með marki á 65. mínútu sem reyndist sigurmark leiksins.

Markið sem Pogba skoraði var hans á fjórða á tímabilinu, þrjú af mörkunum hafa komið í deildinni en eitt kom í deildarbikarnum gegn Brighton.

Öll mörk Pogba hafa verið glæsileg, mark beint úr aukaspyrnu kom gegn Brighton en hin hafa komið með skotum fyrir utan teig.

Mörkin má sjá hér að neðan.

Paul Pogba is so clutch and he only scores BANGERS!!! pic.twitter.com/xQkcFPwMBs

— ًEIIis. (@UtdEIIis) January 20, 2021

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir