sjadu-myndbandid:-styttist-i-endurkomu-soru-bjarkar-–-upplifgandi-myndband-fra-lyon

Sjáðu myndbandið: Styttist í endurkomu Söru Bjarkar – Upplífgandi myndband frá Lyon

Það styttist í endurkomu Söru Bjarkar Gunnarsdóttir á knattspyrnuvöllinn en hún leggur nú hart að sér að koma sér í leikform eftir barnsburð.

Sara Björk spilar með franska liðinu Lyon og setur stefnuna á Evrópumótið í knattspyrnu með íslenska kvennalandsliðinu en mótið fer fram í Englandi næsta sumar.

Lyon birti í gær myndband þar sem sjá má að Sara Björk er byrjuð að sparka í fótbolta á ný. Í síðustu viku sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands ekki hafa talað við Söru Björk um mögulega endurkomu í landsliðið en hann sagðist fylgjast vel með henni á samfélagsmiðlum.

Þorsteinn sagðist myndu hafa samband við Söru um leið og hún væri farin að æfa með fótbolta á ný og nú virðist sá tímapunktur vera kominn.

,,Allt í rétta átt,“ skrifaði Sara Björk við myndbandið frá Lyon sem hún deildi á samfélagsmiðlinum Twitter.

Getting there 💪🏼🙏🏽🔜 https://t.co/VRcHDL1BHF

— Sara Björk (@sarabjork18) February 7, 2022


Posted

in

,

by

Tags: