sjadu-myndbandid:-vandraedalegasta-handaband-sogunnar?

Sjáðu myndbandið: Vandræðalegasta handaband sögunnar?

Amanda Staveley, sem á 10% hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United, átti þátt í furðulegri uppákomu í leik Newcastle United og Everton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Amanda kom inn með nýjum eigendum Newcastle á síðasta ári og er tíður gestur á leikjum liðsins. Fyrir leikinn í gærkvöldi mátti sjá hana reyna að heilsa sessunauti sínum á vellinum en það gekk heldur erfiðlega fyrir sig eins og meðfylgjandi myndband sýnir.

Amanda Stavely wins the best of 3, ‘rock, paper, scissors’ match 👏🏽 pic.twitter.com/eOcaMyliw3

— FPL JUiCE (@fpl_juice) February 8, 2022

Þetta furðulega atvik hafði hins vegar ekki áhrif á frammistöðu Newcastle í leiknum sem endaði með 3-1 sigri heimamanna sem eru komnir upp úr fallsæti.

Newcastle er sem stendur í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig og hefur unnið tvo síðustu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins er gegn Aston Villa um helgina

Enski boltinn á 433 er í boði


Posted

in

,

by

Tags: