6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Sjáðu myndina: Annie Mist og Fjallið hittast með börnin

Skyldulesning

CrossFit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir og kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið eins og hann er betur þekktur, hittust um helgina ásamt mökum og börnum.

Annie Mist er í sambandi með CrossFit-kappanum Frederik Aegidius og saman eiga þau dótturina Freyju Mist Aegidius.

Hafþór Júlíus er giftur hinni kanadísku Kelsey Henson og saman eiga þau soninn Storm Magna Hafþórsson.

„Þessi krútt hittust í fyrsta skipti um helgina,“ skrifaði Annie Mist á Instagram.

„Ég man það ennþá þegar ég tilkynnti um óléttuna og þessi tvö hringdu í mig og óskuðu mér til hamingju. Ég sagðist bara óska þess að þau myndu drífa sig og koma líka með eitt, og þau sögðu mér að þau væru aðeins nokkrum vikum á eftir okkur. Elska þetta.“

Freyja Mist kom í heiminn í byrjun ágúst 2020 og Stormur Magni kom í heiminn í lok september 2020.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir