1 C
Grindavik
17. janúar, 2021

Sjáðu myndina: Hélt hún þyrfti á klósettið en raunin var önnur

Skyldulesning

Billie Ward hélt hún þyrfti að fara alveg svakalega á klósettið og hafði ekki hugmynd um að hún væri að fara að fæða. Hún var vægast sagt hissa þegar hún áttaði sig á að hún væri ekki að kúka, heldur fæða barn. Fabulous Digital greinir frá.

Eftir að hafa verið á klósettinu í um klukkutíma, kvalin af verkjum, ákvað hún að hringja í neyðarlínuna. Hún lýsti verkjunum og sagði starfsmaður neyðarlínunnar að hún væri örugglega að fæða. Billie vissi að hún væri ólétt en það var rúmlega mánuður í settan dag.

Stuttu eftir að bráðaliðar mættu fæddi Billie stúlkubarn. Móðir hennar og eiginmaður voru bæði viðstödd.

Billie deilir mynd þar sem má sjá hana inni á klósetti, nýbúna að fæða. Hún deilir sögu sinni í von um að hvetja óléttar konur til að leita sér læknishjálpar fyrr heldur en seinna, nema þær vilji fæða heima.

Sælusvipur á nýbakaðari móður.

„Mamma tók svo margar myndir. Það eru nokkrar þar sem ég er að hugsa: Guð minn góður, hvað er í gangi? Þetta er ekki kúkur, þetta er barn,“ segir Billie og bætir við að þau hafi farið í gegnum lygilegan fjölda handklæða við fæðinguna.

Upplifunin reyndist mjög jákvæð fyrir Billie og ætlar hún að fæða næsta barn heima einnig.

Stúlkan fæddist heilbrigð og verður eins árs í næsta mánuði. Þú getur lesið nánar um fæðinguna og ferlið í viðtali Fabulous Digital.

Innlendar Fréttir