7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Sjáðu myndina: Jón Þór lamdi í nuddbekk og puttabraut sig í Slóvakíu í gær

Skyldulesning

Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari kvenna þurfti að halda upp á sjúkrahús eftir mikilvægan sigur liðsins á Slóvakíu í gær. „Ég er hæst ánægður með sigurinn og stigin þrjú. En við vitum það að fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur. Hann var sá lélegasti held ég síðan ég tók við,“ sagði landsliðsþjálfarinn í viðtali eftir leik.

Hann hrósaði spilamennsku liðsins í seinni hálfleik sem og karakter liðsins. „Seinni hálfleikurinn var vel spilaður og bara þvílíkur karakter í þessu liði. Munurinn, baráttan og spilið var allt annað í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Við kláruðum þennan leik frábærlega sem er þvílíkur karaktersigur,“ sagði Jón Þór

Þegar Jón Þór var að ræða við leikmennina í leiknum þá lamdi hann í nuddbekk. „Eftir stoppið í rafmagnsleysinu vorum við að stappa stálinu í hvert annað og ég lem í nuddbekk með krepptum hnefa. Ég hitti þar utan á hnefann og braut beinið sem er efst uppi í litla puttanum. Það er smávægilegt og ég verð klár á þriðjudaginn,“ sagði Jón Þór við Fótbolta.net.

„Ég hef upplifað margar eldmóðsræður hjá Jóni Þór. Greinilegt að beinin eru byrjuð að mýkjast hjá mínum manni,“ skriar Gísli Þór Gíslason um atvikið á Twitter.

Ég hef upplifað margar eldmóðsræður hjá Jóni Þór. Greinilegt að beinin eru byrjuð að mýkjast hjá mínum manni. Ekkert nema toppmaður (Y) pic.twitter.com/LPcCGmsClp

— Gísli Þòr Gíslason (@gislithorr) November 27, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir