Sjáðu myndina: Ronaldo fékk treyju fyrir leikinn gegn Íslandi – DV

0
8

Cristiano Ronaldo var heiðraður á heimavelli Sporting í kvöld er íslenska landsliðið mætti til leiks.

Ronaldo og félagar í Portúgal eru að vinna Ísland 1-0 þessa stundina en Bruno Fernandes skoraði markið.

Ronaldo vakti fyrst athygli sem leikmaður Sporting og lék þar í treyju 28 áður en hann var keyptur til Manchester United.

Sporting heiðraði Ronaldo áður en flautað var til leiks í kvöld og fékk hann þriðju treyju liðsins að gjöf.

Mynd af þessu má sjá hér.

Sporting honored Cristiano Ronaldo with their CR7 third shirt before Portugal’s match at their stadium 🇵🇹🏠 pic.twitter.com/H44FGfFdG7

— B/R Football (@brfootball) November 19, 2023