10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Sjáðu myndina sem Cavani birti – Gæti farið í langt bann ef um rasisma er að ræða

Skyldulesning

Enska knattspyrnusambandið er að rannsaka ummæli sem Edinson Cavani framherji Manchester United lét falla á Instagram í gær.

Cavani skrifaði orðið „Negrito“ þegar hann endurbirti mynd frá félaga sínum. Cavani hafði þá skorað tvö mörk í dramatískum 2-3 sigri Manchester United.

Enska sambandið ætlar að rannsaka málið sem rasísk skilaboð frá Cavani.

Við myndina sem vinur hans hafði birt skrifaði Cavani ‘Gracias negrito.’. Bein þýðing á því væri „Takk svarti“.

Cavani eyddi myndinni skömmu síðar en segir orðið notað um ástvini í Suður Ameríku og það verður hans vörn. Enska sambandið er að skoða málið og hvað skal gera. Ef Cavani verður dæmdur sekur gæti hann fengið langt bann.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir