-1 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Sjáðu myndirnar: Fyrrum stjórnarformaðurinn selur rándýra húsið

Skyldulesning

Tony Fernandes, fyrrum stjórnarformaður knattspyrnufélagsins Queens Park Rangers á Englandi, hefur sett magnað hús sitt á sölu. Húsið er metið á 2,5 milljón pund eða um 452 milljónir í íslenskum krónum.

Fernandes, sem er frumkvöðull og viðskiptamaður frá Malasíu, hefur fundið fyrir áhrifum kórónuveirunnar á efnahaginn. Hann hefur því ákveðið að selja húsið dýra til að fá meiri pening í budduna.

Húsið, sem stendur á landi sem er rúmlega 50 hektarar á stærð, hefur að geyma mikinn lúxus. Þess á meðal er vínkjallari, líkamsrækt, gufubað, tennisvöllur og leikjaherbergi. Auk þess eru heil fjögur baðherbergi í húsinu.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af húsinu sem Fernandes er að selja:

Innlendar Fréttir