8.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Sjáðu myndirnar: Stjörnum prýdd frumsýning heimildarmyndar um lífshlaup Rooney til þessa

Skyldulesning

Í gærkvöldi fór fram frumsýning á heimildarmyndinni Rooney, sem er framleidd af Amazon Prime og fjallar um lífshlaup Wayne Rooney, fyrrum atvinnumanns í knattspyrnu og núverandi knattspyrnustjóra Manchester United.

Það var mikið um dýrðir er margir fyrrum og núverandi leikmenn Manchester United mættu á frumsýninguna í gærkvöldi. Meðal þeirra sem létu sjá sig voru Harry Maguire, Marcus Rashford og goðsögnin Bryan Robson.

Þá mátti einnig sjá þar fyrrum liðsfélaga Rooneys hjá Manchester United, þá Michael Carrick, Wes Brown, Jonny Evans og Phil Bardsley.

Þá voru Wayne og Coleen Rooney einnig á svæðinu en heimildarmyndin mun vera aðgengileg á streymisveitum Amazon á morgun.

Í myndinni er farið yfir lífshlaup Rooney til þessa og meðal ananrs snert á ofbeldisfullri æsku hans í Liverpool, hneykslismálum sem hafa tengst knattspyrnukapppanum sem og glæstum tímum hans innan vallar sem knattspyrnumaður.

GettyImages
GettyImages
GettyImages

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir