5 C
Grindavik
5. mars, 2021

Sjáðu nýju skopmyndirnar sem Strætó lét gera – „Góð COVID ráð“

Skyldulesning

Í byrjun árs fékk Strætó teiknarann David Sopp í lið með sér fyrir nýja auglýsingaherferð. David Sopp er afar vinsæll skopmyndateiknari en hann er hvað þekktastur fyrir bækur sem hann og Kelly Sopp, eiginkona hans, gefa út saman. Nú hefur Strætó fengið David til að teikna nýjar myndir fyrir sig, í þetta skiptið í tengslum við reglur vegna kórónuveirunnar.

„Ég er mikill aðdáandi þeirra svo ég prófaði bara að hafa samband og þau voru bara ótrúlega næs,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við DV um það hvernig þau fengu þessa vinsælu listamenn til að vinna með sér.

Fyrsta Covid-ráðið sem Strætógefur varðar grímunotkun. „Grímur eru mikilvæg viðbót við einstaklingsbundnar sóttvarnir, og nauðsynlegar þar sem erfitt er að virða fjarlægðarmörk. Við mælum með að nota vottaðar, þriggja laga andlitsgrímur sem hylja nef og munn,“ segir Strætó á Facebook og birtir myndina sem David teiknaði.„Ég var svo mikill aðdáandi svo ég prófaði bara að hafa samband og þau voru bara ótrúlega næst,“

Mynd/Strætó/David Sopp

Næsta Covid-ráð sem Strætó er að passa sig hvert maður hnerrar eða hóstar. „Ef þú þarft að hósta eða hnerra skaltu nota olnbogabótina eða einnota klúta. Þannig kemurðu í veg fyrir að úði fari á hendur. Gættu þess að hósta eða hnerra ekki á aðra,“ segir Strætó.

Mynd/Strætó/David Sopp

Þriðja Covid-ráðið er að halda sig heima ef maður finnur fyrir einkennum. „Notum ekki almenningssamgöngur ef flensueinkenni gera vart við sig. Höldum okkur frekar heima og pöntum tíma í sýnatöku inn á www.heilsuvera.is.,“ segir Strætó.

Mynd/Strætó/David Sopp

Fjórða Covid-ráðið snýst um að treysta sérfræðingunum, eða öllu heldur, þríeykinu. „Treystum vísindunum og fylgjum leiðbeiningum sóttvarnayfirvalda. Saman getum við komið í veg fyrir aðra bylgju eftir hátíðarnar. Við erum öll almannavarnir.“

Mynd/Strætó/David Hopp

Innlendar Fréttir