sjadu-rosalega-afmaelisgjof-sem-unnustan-faerdi-ronaldo-–-kostar-tugi-milljona

Sjáðu rosalega afmælisgjöf sem unnustan færði Ronaldo – Kostar tugi milljóna

Cristiano Ronaldo fagnaði 37 ára afmæli sínu um helgina og var blásið til veislu á heimili hans og Georgina Rodriguez í Manchester.

Ronaldo vaknaði á laugardagsmorgun við það að nýr bíll var mættur í hlað hans. Bílinn er af gerðinni Cadillac Escalade en þessi týpa kostar vel yfir 20 milljónir samkvæmt enskum blöðum.

Bíllinn er rúmgóður og flottur sem hentar stórri fjölskyldu. Ronaldo og Georgina eiga fjögur börn saman í dag og eru tvö á leiðinni en Georgina er með tvíbura undir belti.

Georgina virðist elska það að gefa Ronaldo bíl því í fyrra fékk hann Benz jeppa.

Afmælisgjöfina má sjá hér að neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði


Posted

in

,

by

Tags: