Sjáðu rosalegan bílaflota Erling Haaland – Kostar 107 milljónir króna – DV

0
176

Erling Haaland framherji Manchester City er orðinn einn launahæsti íþróttamaður í heimi, hann þénar vel hjá City en einnig utan vallar.

Haaland gerði á dögunum samning við Nike sem færir honum 20 milljónir punda í vasann á ári hverju. Auk þess er Haaland með samning við Breitling, Viaplay og fleiri fyrirtæki.

Árangur Haaland sést í bílaflota hans en enska götublaðið The Sun hefur tekið saman þá bíla sem Haaland hefur sést keyra undanfarna mánuði.

Nýjasti bílinn er Rolls Royce jeppi sem kostar vel yfir 50 milljónir íslenskra króna en aðrir bílar kosta minna.

Haaland á góðan Range Rover jeppa og getur skellt sér í hraðskreiðann Audi bíl ef hann er í þannig gír. Safnið hans má sjá hér að neðan.

ROLLS ROYCE CULLINAN – 300 þúsund pund

AUDI RS 6 AVANT – 120 þúsund pund

RANGE ROVER SPORT – 120 þúsund pund

MERCEDES-AMG GLE COUPE – 90 þúsund pund

Enski boltinn á 433 er í boði