4 C
Grindavik
7. mars, 2021

Sjáðu rúmið sem Ronaldo borgaði 5 milljónir fyrir – Á að hægja á öldrun

Skyldulesning

Cristiano Ronaldo einn besti íþróttamaður allra tíma gerir allt til þess að halda sér á toppnum eins lengi og hann mögulega getur. Fáir íþróttamenn búa yfir sama aga og Ronaldo þegar kemur að svefni og mat.

Ronaldo hefur nú fest kaup á nýju rúmi sem kostaði hann 5 milljónir, stór upphæð fyrir flesta en smáaurar fyrir einn tekjuhæsta íþróttamann í heimi.

Rúmið kemur frá merkinu HOGO og er því lofað að þú eldist ekki eins hratt og aðrir ef þú sefur í þannig rúmi.

Unnusta Ronaldo er sátt í nýja rúminu

„Það er eins og þú sért sofandi á skýi, þetta er lykill að því að hafa heilsu fyrir annasamt líf,“ segir Georgina Rodriguez unnusta Ronaldo um rúmið.

„Ég fann mun frá fyrsta degi, ég myndi ekki skipta þessu út fyrir neitt í lífinu.“

Nick Littlehales sérfræðingur í svefni hefur starfað fyrir Cristiano Ronaldo í fleiri ár. Hann segir þennan magnaða íþróttamann leggja sig í 90 mínútur á dag, það sé lykill að endurheimt. „Þetta er ekki lögn eins og gamalt fólk tekur yfir sjónvarpinu. Þetta er til þess að fá betri endurheimt,“ sagði Littlehales.

Þá er nú gott að eiga 5 milljóna króna rúm til að taka stutta lögn yfir daginn.

Rúm frá Hogo

Innlendar Fréttir