7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Sjáðu stuðningsmann Arsenal sem hitti meira í mark en leikmenn liðsins

Skyldulesning

Táknræn viðbrögð eins stuðningsmanns Arsenal sögðu meira en þúsund orð í enn einu heimatapi liðsins í gærkvöldi.

Gengi Arsenal liðsins síðustu mánuði hefur ekki verið glæsilegt og frammistaðan er eflaust að gera flesta stuðningsmenn liðsins gráhærða.

Margir þeirra vonuðust til þess að skelfilegt gengi liðsins á heimavelli myndi lagast þegar áhorfendur fengju aftur að mæta á Emirates og hvað þá á móti liði eins og Burnley sem ætti að vera lið sem Arsenal gæti unnið á heimavelli. Annað kom á daginn.

Arsenal hefur ekki byrjað verr í ensku úrvalsdeildinni í 46 ár eftir 1-0 tapið á heimavelli á móti Burnley í gær. Liðið hefur tapað fjórum heimaleikjum í röð sem hefur ekki gerst í meira en sex áratugi.

Sóknarleikur Arsenal liðsins er einstaklega bitlaus en liðið hefur núna spilað í tólf klukkutíma og 32 mínútur í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora mark úr opnum leik.

Það þarft að fara alla leið aftur til 1974-75 tímabilsins til að finna verri byrjun en Arsenal hefur aðeins unnið 4 af fyrstu 12 deildarleikjum tímabilsins. Með sama áframhaldi þá endar liðið bara í fallbaráttu.

Einn af þeim stuðningsmönnum Arsenal sem mætti á leikinn í gær vakti athygli á samfélagsmiðlum enda erfitt fyrir hann sem og aðra Arsenal menn að horfa upp á þetta.

Hér fyrir ofan sést þessi umræddi stuðningsmaður setja grímuna sína fyrir augum því það var bara óbærilegt fyrir hann að horfa upp á getuleysi Arsenal liðsins.

Sóknarleikur liðsins hefur verið vandræðalegur enda liðið aðeins búið að bjóða upp á tíu mörk í fyrstu tólf leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Þeir hafa ekki skorað minna í upphafi leiktíðar síðan tímabilið 1981-82.

Arsenal liðið er líka að koma sér í vandræði með að láta reka sig útaf. Rauða spjaldið sem Granit Xhaka fékk í gær var sjötta rauða spjald liðsins síðan að Mikel Arteta tók við fyrir ári síðan. Það er tvöfalt meira en næstarauðasta liðið á þeim tíma.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir