Sjáðu þegar goðsögn Manchester United steig dans og viðstaddir trylltust – DV

0
74

Manchester United goðsögnin Ruud van Nistelrooy var heldur betur í stuði í gærkvöldi, enda ástæða til.

Hann er stjóri PSV í heimalandinu og mætti hann Ajax í úrslitum hollenska bikarsins í gær.

PSV hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Fyrsti titill Van Nistelrooy í stjórastarfinu er því í höfn.

Eftir leik var auðvitað mikið stuð og steig Van Nistelrooy dans inni í klefa.

Vakti þetta mikla lukku viðstaddra. Myndband af þessu má sjá hér neðar.

PSV er í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar, vel á eftir toppliði Feyenoord en á góðri leið með að tryggja sér Meistaradeildarsæti.

Ruud van Nistelrooy’s failed audition for the Saturday Night Fever remark 🤣 pic.twitter.com/2IuTrqSEjy

— Kevin Palmer 💙 (@RealKevinPalmer) May 1, 2023