10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Sjáðu þegar Kjartan Henry hefndi sín á gömlum félögum um helgina – Fallegt mark

Skyldulesning

Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður AC Horsens, var í byrjunarliði og skoraði annað mark liðsins í 3-1 sigri gegn sínu fyrrum félagi, Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Ágúst Hlynsson, kom inn á sem varamaður fyrir Kjartan á 87. mínútu. Louka Prip, kom Horsens yfir með marki úr vítaspyrnu á 8. mínútu.

Á 41. mínútu var röðin komin að Kjartani Henry er hann tvöfaldaði forystu Horsens. Markið var dæmt gilt eftir að VAR hafði skoðað málið.

Á 49. mínútu skoraði síðan Jannik Pohl sitt annað mark í leiknum með marki úr vítaspyrnu. Wahid Faghir minnkaði muninn fyrir Vejle með marki á 92. mínútu leiksins en nær komst Vejle ekki.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í sigri Horsens sem hefur líklegast reynst Kjartani Henry afar sætur. Hann gekk til liðs við Horsens frá Vejle í október eftir að hafa fengið lítinn spilatíma hjá síðarnefnda félaginu.

Markið hjá Kjartani ásamt öðrum mörkum úr leiknum má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir