10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Sjáðu þegar Villi vildi reka Rúrik í beinni útsendingu – „Út með hann“

Skyldulesning

Vilhjálmur Freyr Hallsson þreytti frumraun sína í sjónvarpi í síðustu viku þegar hann stýrði Meistaradeildarkvöldi hjá Viaplay.

Með Vilhjálmi í setti voru landsliðsmennirnir fyrrverandi Rúrik Gíslason og Kári Árnason. Verið var að rifja upp leik Kára í Meistaradeildinni með Malmö þar sem liðið tapaði 8-0 fyrir Real Madrid.

Vilhjálmur rifjaði þá upp atvik þar sem hann mætti HK í yngri flokkum, þar var staddur Rúrik Gíslason. „Einu sinni mætti ég Rúrik þegar við vorum krakkar, í stöðunni 12-0 í hálfleik fyrir HK. Þjálfarinn sagði að ef þeir gætu skorað tólf þá gætum við það líka,“ sagði Vilhjálmur þegar verið var að rifja upp leik Malmö og Real Madrid.

Rúrik efaðist um að þessi saga væri sönn en hann taldi sig vera miklu yngri en Vilhjálmur. „Er þetta sönn saga að þjálfarinn? Ég hef verið að spila vel upp fyrir mig, ertu ekki miklu eldri en ég?,“ sagði Rúrik léttur.

Vilhjálmi var ekki skemmt og hlóð í. „Getum við rekið þennan mann? ég er einu ári yngri. Út með hann.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir