7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Sjáðu þrumufleyg Fernandes, dramatískt sigurmark Juventus og mörk Hålands

Skyldulesning

Fótbolti

Bruno Fernandes fagnar eftir að hafa komið Manchester United yfir gegn Istanbul Basaksehir með glæsilegu marki.
Bruno Fernandes fagnar eftir að hafa komið Manchester United yfir gegn Istanbul Basaksehir með glæsilegu marki.
getty/Matthew Peters

Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í gær en leikið var í E-H riðlum.

Bruno Fernandes skoraði tvö mörk þegar Manchester United sigraði Istanbul Basaksehir í H-riðli, 4-1. Fyrra mark hans var glæsilegt en hann skoraði þá með þrumuskoti fyrir utan vítateig.

United er á toppi H-riðils með níu stig og nægir eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum í riðlakeppninni til að komast áfram í sextán liða úrslit.

Juventus tryggði sér farseðilinn í sextán liða úrslitin með dramatískum 2-1 sigri á Ferencváros á heimavelli. Álvaro Morata skoraði sigurmark ítölsku meistaranna þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Juventus er með níu stig í G-riðli, einu stigi á eftir toppliði Barcelona sem vann 0-4 útisigur á Dynamo Kiev.

Erling Håland halda engin bönd þessa dagana og hann skoraði tvívegis þegar Borussia Dortmund vann Club Brugge, 3-0, á Westfalen leikvanginum í F-riðli. Håland er markahæstur í Meistaradeildinni í vetur með sex mörk.

Mörkin úr leikjum United og Istanbul, Juventus og Ferencváros og Dortmund og Club Brugge má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Man. Utd. 4-1 Istanbul Basaksehir

Klippa: Juventus 2-1 Ferencváros

Klippa: Borussia Dortmund 3-0 Club Brugge


Tengdar fréttir


Norski framherjinn er búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeild Evrópu en nokkrir af bestu leikmönnum heims þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur.


Bruno Fernandes sýndi mikla óeigingirni þegar hann leyfði Marcus Rashford að taka vítaspyrnu þegar hann átti möguleika á að ná þrennu gegn Istanbul Basaksehir.


Manchester United vann góðan 4-1 sigur á Istanbul Basaksehir í Meistaradeild Evrópu í kvöld.


Barcelona gaf Lionel Messi frí í kvöld þegar liðið heimsækir Dynamo Kiev í Úkraínu en með sigri í þessum leik þá tryggja Börsungar sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.


Chelsea hefur tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir