8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Sjáðu tilnefningarnar: Þetta eru þau sem berjast um titilinn leikmaður ársins

Skyldulesning

Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) hefur opinberað þá leikmenn sem munu berjast um titilinn „Besti leikmaður ársins“ í karla- og kvennaflokki.

Í karlaflokki eru það Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, Lionel Messi, leikmaður Barcelona og Robert Lewandowski, leikmaður Bayern Munchen sem berjast um titilinn.

Í kvennaflokki eru það þær Lucy Bronze, leikmaður Manchester City, Pernille Harder, leikmaður Wolfsburg og Wendie Renard sem berjast um titilinn.

Það kemur í ljós þann 17. desember hverjir það verða sem hreppa titilinn.

Tilnefningar í öðrum flokkum má sjá hér fyrir neðan:

Besti markvörður í kvennaflokki:


Sarah Bouhaddi (Frakkland / Olympique Lyonnais)


Christiane Endler (Síle / Paris Saint-Germain)


Alyssa Naeher (Bandaríkin/ Chicago Red Stars)

Besti markvörður í karlaflokki:


Alisson Becker (Brasilía / Liverpool FC)


Manuel Neuer (Þýskaland / FC Bayern München)


Jan Oblak (Slóvenía / Atlético de Madrid)

Besti kvenkyns þjálfari:


Emma Hayes (England / Chelsea FC Women)


Jean-Luc Vasseur (Frakkland / Olympique Lyonnais)


Sarina Wiegman (Holland/ Dutch national team)

Besti karlkyns þjálfari:


Marcelo Bielsa (Argentina / Leeds United FC)


Hans-Dieter Flick (Þýskaland / FC Bayern München)


Jürgen Klopp (Þýskaland / Liverpool FC)

Innlendar Fréttir