sjadu-vandraedalegt-atvik-i-manchester-–-ferdadist-oralangt-til-ad-sja-hetjuna-sina-en-salah-sagdi-nei

Sjáðu vandræðalegt atvik í Manchester – Ferðaðist óralangt til að sjá hetjuna sína en Salah sagði nei

Manchester City tekur á móti Liverpool í stærsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni nú klukkan 15:30

Þegar leikmenn Liverpool mættu á Etihad-völlinn með rútu fyrr í dag beið þar stuðningsmaður eftir að fá mynd með Mohamed Salah.

„Gerðu það, ég kom alla leið frá Los Angeles,“ sagði aðdáandinn við Salah og bað hann um mynd. Þess skal geta að það tekur meira en tíu klukkustundir að fljúga í beinu flugi frá Los Angeles til Manchester.

Salah lét sér hins vegar fátt um finnast eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

Ouch. pic.twitter.com/MBjQNgKUYe

— Footy Limbs (@FootyLimbs) April 10, 2022

Enski boltinn á 433 er í boði


Posted

in

,

by

Tags: