Sjald­séð mis­tök meistarans setja hann í krefjandi stöðu fyrir kvöldið – Vísir

0
138

Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 10:31

Það hefur teiknast upp afar at­hyglis­verð staða fyrir komandi For­múlu 1 kapp­akstur kvöldsins í Miami. Max Ver­stappen, ríkjandi heims­meistari mótaraðarinnar og öku­maður Red Bull Ra­cing, ræsir níundi eftir ó­trú­legan endi á tíma­tökum gær­dagsins.

Ver­stappen og liðs­fé­lagi hans hjá Red Bull Ra­cing, Sergio Perez, hafa verið í al­gjörum sér­klassa á yfir­standandi tíma­bili í For­múlu 1. Perez ræsir á rá­spól í dag og hefur tæki­færi til þess að minnka bilið á milli hans og Ver­stappen á toppi stiga­keppni öku­manna.

Það ber þó ekki að af­skrifa Ver­stappen í keppni kvöldsins, hann hefur áður sýnt mátt sinn og meginn og unnið sigra þrátt fyrir að hefja keppni aftar­lega.

Það er hið minnsta hans mark­mið fyrir keppni kvöldsins að ná hið minnsta öðru sæti.

„Ég ætla mér á verð­launa­pall,“ sagði Ver­stappen í við­tali við Sky Sports eftir tíma­töku gær­dagsins. „Ég vil hins vegar vinna og því er þetta ekki á­kjósan­leg staða, sigur er ekki ó­mögu­legur en þetta verður ekki auð­velt.“

Liðsfélagarnir Sergio Perez og Max Verstappen ræða málin eftir tímatöku gærdagsinsVísir/Getty Það voru upp­haf­lega mis­tök frá Ver­stappen, sem hafði sett besta tíma í fyrstu tveimur um­ferðum tíma­tökunnar í gær, sem urðu til þess að á endanum að hann náði ekki að setja tíma í þriðju um­ferð.

Það voru nefni­legast mis­tök frá Charles Leclerc, öku­manni Ferrari, undir lok tíma­tökunnar sem sá til þess að bíll hans endaði utan brautar og skall á öryggis­vegg.

Rauðu flaggi var veifað og tíma­tökunum hætt og því giltu þeir tímar sem búið var að setja .

Miðað við kraftinn sem býr í bíl Red Bull Ra­cing á þessu tíma­bili mega teljast góðar líkur á því að Ver­stappen geti unnið sig upp í 2. sæti keppninnar í kvöld.

Hann mun hins vegar þurfa að skáka liðs­fé­laganum á leiðinni að fyrsta sætinu og því verður afar for­vitni­legt að fylgjast með keppni kvöldsins.

Eins og staðan er núna situr Ver­stappen á toppi stiga­keppni öku­manna með 93 stig, sex stigum á eftir honum situr Sergio Perez í 2. sæti stiga­keppninnar. Spán­verjinn Fernando Alon­so, öku­maður Aston Martin er svo í 3. sæti með 60 stig en hann ræsir annar í keppni kvöldsins.