5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Sjálfsmark tryggði Manchester United sigur á West Ham

Skyldulesning

Manchester United tók á móti West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Manchester United en leikið var á heimavelli liðsins, Old Trafford.

Eina mark leiksins kom á 53. mínútu og það skoraði Craig Dawson, leikmaður West Ham United er hann skallaði boltann í eigið net eftir að Bruno Fernandes hafði spyrnt hornspyrnu inn á vítateig West Ham.

Það var því Manchester United sem fór af hólmi með 1-0 sigur og þrjú stig í farteskinu. Liðið endurheimti um leið 2. sæti deildarinnar Leicester City og situr þar með 57 stig.

West Ham situr í 5. sæti deildarinnar með 48 stig.

Manchester United 1 – 0 West Ham United 


1-0 Craig Dawson (’53, sjálfsmark)

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir