6.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Sjálfstæðismenn fallast á styrkjakerfi einkarekinna fjölmiðla

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Fjölmiðlar

Fjölmiðlar

Kristinn Magnusson,Kristinn Magnússon / Kristinn Magnússon

Þingflokkur sjálfstæðismanna afgreiddi í dag nýjustu útgáfu fjölmiðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra, en þingflokkar Framsóknarflokks og Vinstrihreyfingarinnar — græns framboðs afgreiddu það frá sér í gær.

Undirtektir sjálfstæðismanna voru þó frekar dræmar, en nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins samþykktu það fyrir sitt leyti með fyrirvörum, svo fram kunna að koma breytingartillögur við frumvarpið í meðförum þingsins. Þá mun hafa fram komið að ekki geti allir þingmenn flokksins stutt frumvarpið.

Hér er á ferðinni enn eitt frumvarp menningarmálaráðherra um breytingu á fjölmiðlalögum til þess að koma á styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla. Fyrra frumvarp Lilju náði ekki afgreiðslu í þinginu vegna mikillar andstöðu í þingflokki sjálfstæðismanna.

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að gera breytingar á því, sem sjálfstæðismenn gætu fellt sig við og var meðal annars í bígerð að beita skattkerfinu til þess að styrkja rekstarstöðu einkareknu miðlana frekar en að koma á nýju styekjakerfi hins opinbera. Sú leið reyndist hins vegar fleiri þyrnum stráð en ætlað var og er þetta frumvarp, sem nú er fram komið, mjög áþekkt hinu fyrsta, en með nokkrum breytingum þó. Þar á meðal mun hafa verið fallið frá kröfu um alhliða fréttaþjónustu, svo sérmiðlar á borð við fotbolti.net verða styrkhæfir.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir