7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Sjálfsvígum gæti fjölgað

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 8.12.2020
| 11:45

Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta samtakanna.

Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta samtakanna.

Ljósmynd/Píeta samtökin

Pieta-samtökunum bárust 504 símtöl í nóvember í ár samanborið við 213 í sama mánuði í fyrra. Er þetta um 137% aukning milli ára. Að sögn Kristínar Ólafsdóttur framkvæmdastjóra samtakanna er útlit fyrir fjölgun sjálfsvíga milli ára.

„Það eru ákveðin teikn á lofti og vísbendingar um að fjölgun sjálfsvíga sé að eiga sér stað. Það er aftur á móti jákvætt á sama tíma að það eru fleiri sem eru að leita sér aðstoðar,“ segir Kristín.

Aðspurð segist Kristín fagna því að fleiri leiti sér aðstoðar. Þá sé nauðsynlegt að muna að það er alltaf lausn óháð stærð vandamálanna.

„Við erum með aðila sem hjálpa ef fólk er í erfiðri stöðu. Við hvetjum alla sem eru í slíkri stöðu til að leita sér aðstoðar. Hér er engum vísað frá heldur höldum við í höndina á fólki þar til lausn er fundin. Við bendum fólki á lausnir ekki vandamál.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir