9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Sjávarútvegurinn lækkar skarpt í Kauphöllinni

Skyldulesning

Guðmundur Kristjánsson, er forstjóri Brims. Félagið hefur lækkað talsvert í Kauphöll í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Miklar lækkanir hafa orðið í Kauphöll Íslands í morgun. Verst verða útgerðarfyrirtækin úti og þau fyrirtæki sem þjónusta greinina.

Verða lækkanirnar í kjölfar síharðnandi átaka í Úkraínu og aðgerða sem Vesturlönd hafa gripið til um helgina gegn Rússlandi og efnahag landsins.

Frá því að Kauphöll Íslands opnaði hefur þyngsta höggið komið á útgerðarfélagið Brim sem lækkað hefur um 6%. Kemur sú lækkun reyndar í kjölfar mikilla hækkana, m.a. í síðustu viku. Það sem af er þessu ári hefur hlutabréfaverð fyrirtækisins aðeins lækkað um 0,64%.

Síldarvinnslan hefur einnig tekið á sig þungt högg og hafa bréf félagsins lækkað um tæp 6% í ríflega 79 milljóna króna viðskiptum.

Eimskipafélagið sem þjónustar sjávarútveginn og sinnir flutningum sem tengjast inn á Austur-Evrópu hefur lækkað um 4,8% og þá hefur Marel, langstærsta félagið í Kauphöll lækkað um 4,7%. Frá áramótum hefur Marel lækkað um 18,8% eða jafnvirði 126 milljarða króna.

Það eru hins vegar ekki aðeins fyrirtæki tengd sjávarútvegi sem lækkað hafa í morgun. Icelandair hefur einnig tekið dýfu og nemur hún það sem af er degi tæpum 3,8%. Meiri er þó lækkun Skeljungs sem misst hefur 4,5% af verðgildi sínu miðað við dagslokagengi föstudagsins.

Aðeins eitt félag hefur ekki lækkað í Kauphöllinni í morgun. Það er fjölmiða- of fjarskiptafélagið Sýn en engin viðskipti hafa verið með bréf félagsins í morgun.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir