Innlent

Vísir/Vilhelm
Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir voru allir í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is.
Þrír þeirra sem greindust í gær greindust við einkennasýnatöku en hinir fjórir við sóttkívar- og handahófsskimanir.
197 eru nú í einangrun með Covid-19, 460 manns eru í sóttkví og 1.141 í skimunarsóttkví. Þá eru 36 manns á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu.
Tveir greindust með virkt smit á landamærunum í gær og aðrir þrír bíða niðurstöðu mótefnamælingar.
Nýgengi innanlandssmita er 46,4 og nýgengi landamærasmita 9,5. Bæði nýgengin hafa hækkað eilítið frá því sem var í gær.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.