5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Sjö ný kórónuveirusmit innanlands

Skyldulesning

Sjö kór­ónu­veirusmit greind­ust innanlands í gær. Fimm voru utan sóttkvíar við greiningu en hinir tveir í sóttkví.  

Tvö smit greind­ust við landamæraskimun. Annað smitið er virkt en hitt gamalt. 

736 sýni voru tekin innanlands í gær og 157 í landamæraskimun. 

176 eru í ein­angr­un, 291 í sóttkví og 878 í skimunarsóttkví. 45 liggja á sjúkra­húsi en þar lágu 43 í gær. Tveir þeirra sem nú liggja á sjúkrahúsi liggja á gjörgæslu.

Ný­gengi á hverja 100 þúsund íbúa síðastliðnar tvær vik­ur er nú 34,4 innanlands en 12,8 hvað varðar landamærasmit.

Flest­ir eru í ein­angr­un á höfuðborg­ar­svæðinu, eða 143. Næst­flest­ir eru í ein­angr­un á Norður­landi eystra, eða 24.

Fréttin hefur verið uppfærð

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir