0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Sjö ný smit innanlands

Skyldulesning

Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Sjö ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Sex voru í sóttkví við greiningu, en einn utan sóttkvíar. 57 liggja á sjúkrahúsi og eru fjórir á gjörgæslu, að því er segir á covid.is. 

Alls eru 563 í sóttkví og 302 í einangrun. Nýgengi innanlandssmita mælist nú 61,1 en var 66,8 í gær. 

Þegar litið er til fjölda smita frá útlöndum þá eru tveir sem bíða eftir mótefnamælingu. 

Alls voru 870 einkennasýni tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu og Landspítala, 301 við landamæraskimun og skimanir á vegum ÍE voru alls 293. 

Þegar einangrun og sóttkví er skoðuð eftir landshlutum eru 193 í einangrun á höfuðborgarsvæðinu og 419 í sóttkví. Næst á eftir kemur Norðurland eystra með 57 í einangrun og 46 í sóttkví. 

Sé einangrun skoðuð eftir aldri eru 46 í einangrun á aldrinum 40-49 ára og sami fjöldi á aldursbilinu 50-59 ára. Tvö börn, sem eru yngri en eins árs, eru í einangrun, að því er segir á covid.is. 

Innlendar Fréttir