4 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Sjö ný smit og allir í sóttkví

Skyldulesning

Sjö innanlandssmit COVID-19 greindust síðasta sólarhring og voru allir í sóttkví. Fimm greindust á landamærunum.

Þetta verður að teljast ánægjuleg þróun en með þeim fyrirvara þó að færri smit greinast almennt um helgar þar sem færri sýni eru tekin. Hins vegar  virðist allt horfa til betri vegar og hefur Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, gefið til kynna að tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum séu til skoðunar. Þórólfur slær þó þann varnagla við tilslökunum að fólk geti ekki leyft sér að slaka um of á sóttvörnum bara því tilslakanir liggi í loftinu. Ekkert er komið á hreint með það ennþá og því ættu allir að fara eftir þeim reglum sem gilda nú í dag.

197 einstaklingar eru nú í einangrun og 460 í sóttkví. 36 dvelja á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu.

Innlendar Fréttir