1 C
Grindavik
15. janúar, 2021

Sjö þúsund flugu með Icelandair í nóvember

Skyldulesning

Lítil breyting hefur orðið í farþegaflugi á vegum Icelandair á milli mánaða og voru farþegatölur í nóvember sambærilegar því sem þær voru í október. Alls flugu um sjö þúsund farþegar milli landa með Icelandair í nóvember, 97 prósent færri en í nóvember í fyrra.

Í tilkynningu frá Icelandair segir að farþegatölur endurspegli þær ferðatakmarkanir sem í gildi eru á landamærum Íslands. „[…] Enda hafa þær haft mikil áhrif á eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi.“ Fraktflutningar félagsins í nóvember hafi þó verið sambærilegir og á sama tíma í fyrra.

Heildarfjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair var um 7.000 í nóvember og dróst saman um 97% á milli ára. Farþegafjöldi til og frá Íslandi skiptist nokkuð jafnt, um 3.400 farþegar á hvorri leið. 

Farþegafjöldi í tengiflugi milli Evrópu og Norður Ameríku var áfram „í algjöru lágmarki“ vegna ferðatakmarkana í Norður Ameríku og á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Heildarsætaframboð hjá Icelandair dróst saman um 95% á milli ára. 

Flutningastarfsemi félagsins hefur þó líkt og síðustu mánuði dregist mun minna saman en farþegaflug. Fraktflutningar í nóvember drógust aðeins saman um 2% á milli ára.

Icelandair býst við því að farþegum félagsins fjölgi nú í desember þegar fólk tekur að sækja heim eða út til ættingja yfir jólin. Ferðum hefur verið fjölgað í kringum hátíðarnar vegna þessa.


Tengdar fréttir


Inga Birna Ragnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Wise.


Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur framlengt samning sinn við Icelandair sem ætlað er að tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út árið.


Sá möguleiki að gera bólusetningu við kórónuveirunni að skilyrði fyrir því að fá að fljúga með Icelandair hefur ekki verið ræddur innan flugfélagsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir