Sjöfn spreytir sig í gerð súkkulaðikanínu í súkkulaðigerðinni Omnom – DV

0
127

Súkkulaði er eitt af undrum náttúrunnar sem gæla við bragðlaukana og gefa lífinu lit en súkkulaði er ekki bara súkkulaði eins og Sjöfn Þórðar þáttastjórnandi hefur komist í raun um. Sjöfn lítur inn í súkkulaðigerðina Omnom sem staðsett er við Hólmaslóð 2 í Reykjavík í glæsilegum húsakynnum þar sem súkkulaði töfrarnir gerast. Þar hittir Sjöfn, Hönnu Eiríksdóttur markaðsstjóra hjá Omnom sem ljóstrar töfrunum bak við súkkulaðikanínuna þeirra Mr. Carrots sem gerður er fyrir páskana og er ekki bara frægur hér á landi heldur líka í Bandaríkjunum.

Súkkulaðigerðin Omnom var í sviðsljósinu á dögunum vestan hafs þegar það birtist frétt um súkkulaðipáskakanínuna þeirra, Mr. Carrots. Það var einn helsti matarblaðamaðurinn og gagnrýnandinn hjá New York Times, Florence Fabricant sem fjallaði um Mr. Carrots.

„Við erum rosalega ánægð með þessa umfjöllun og höfum fundið jákvæðum viðbrögðum við fréttinni í síðustu daga bæði í heimsóknum á vef og í sölu,“ segir Hanna. Það má segja að Omnom sem komin á fullt í útrásinni og þessa dagana selst Mr. Carrots grimmt á vefnum og honum er flogið beint til Bandaríkjanna þar sem súkkulaðiunnendur þar geta notið hans um páskana.

Hanna býður Sjöfn að gera sína eigin kanínu í heimsókninni og nú er bara að sjá hvernig Sjöfn tekst til. En súkkulaðikanína er handgerð og henni bakað inn í fallegar og vandaðar gjafaöskjur þar sem hugsað er fyrir hverju smáatriði.

Matur og heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér:

Matur og heimili 28. mars – stikla