4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Sjötta heimatap Liverpool í röð

Skyldulesning

James Milner og Ademola Lookman eigast við á Anfield í …

James Milner og Ademola Lookman eigast við á Anfield í dag.

AFP

Liverpool tapaði enn einum heimaleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið laut í lægra haldi, 0:1, gegn Fulham. Liverpool hefur þar með tapað sex heimaleikjum í röð í deildinni.

Í fyrri hálfleiknum var Liverpool meira með boltann en Fulham voru ávallt skæðir í hröðum skyndisóknum sínum. Bæði lið fengu fín færi en þegar fyrri hálfleiknum virtist ætla að enda markalaus komust gestirnir í Fulham yfir á 45. mínútu.

Harrison Reed tók þá aukaspyrnu sem Andy Robertson skallaði frá, boltinn barst til Mohamed Salah, sem spáði lítið í umhverfi sínu þar sem Mario Lemina var mættur til þess að vinna boltann af honum og náði svo frábæru skoti í bláhornið fjær, rétt innan við vítateigslínuna.

Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik, þar sem Liverpool var meira með boltann og Fulham bættu hættulegum skyndisóknum.

Besta færi Liverpool í leiknum fékk Sadio Mané, sem hafði komið inn á sem varamaður skömmu áður, á 70. mínútu þegar skalli hans eftir fyrirgjöf Naby Keita endaði í samskeytunum.

Örskömmu síðar átti Xherdan Shaqiri fast skot rétt fyrir utan teig sem fór hársbreidd framhjá markinu.

Lengra komust Englandsmeistarar Liverpool ekki og þurftu því að sætta sig við enn eitt tapið.

Liverpool er áfram í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og Fulham er áfram í 18. sæti deildarinnar en er þó búið að jafna Brighton & Hove Albion að stigum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir