10.7 C
Grindavik
31. júlí, 2021

Sjötti leiðangur tileinkaður talningu humarholna

Skyldulesning

Reynt er að leggja mat á humarstoifninn í sjötta sinn.

Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir

Árlegur humarleiðangur Hafrannsóknastofnunar hófst á miðvikudag í síðustu viku er rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson lét frá bryggju. Leiðangurinn, sem stendur enn yfir, er sá sjötti sem er tileinkaður talningu á humarholum í þeim tilgangi að meta ástand stofnsins.

Þá hafa verið tekin rannsóknatog með myndavélasleða á humarbleiðum allt frá Lónsdjúpi suðaustanlands vestur í Jökuldjúp undir Snæfellsjökli, en „leturhumarinn dvelur oft lengi í auðgreinanlegum holum eða holukerfum sem hann grefur í mjúkan leirinn“, að því er fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar.

Þar segir að á völdum svæðum verði sýni tekin með humarvörpu til að meta stærðarsamsetningu stofnsins. „Einnig verður metið magn humarlirfa út frá átusýnum úr efri lögum sjávar. Nýliðun humarsins er frekar illa þekkt og er söfnun humarlirfanna liður í að varpa ljósi á þá ferla.“ Leiðangrinum lýkur líklega um helgina.

Nýliðun í humarstofninum hefur verið heldur léleg undanfarin ár og hefur verið tekið fyrir flestar veiðar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir