-1 C
Grindavik
21. janúar, 2021

Sjúkrahús í Kaupmannahöfn að fyllast af COVID-19 sjúklingum

Skyldulesning

Region Hovedstaden, sem hefur yfirumsjón með heilbrigðiskerfinu í Kaupmannahöfn, tilkynnti í morgun að sjúkrahús borgarinnar séu við það að fyllast af COVID-19 sjúklingum. Eru viðræður nú hafnar við sjúkrahús í öðrum landshlutum um að taka við hluta af þeim sjúklingum sem þurfa á innlögn að halda.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir Kristian Antonsen, varaforstjóra Bisbebjerg og Frederiksberg sjúkrahússins að nú sé staðan sú að daglega þurfi að leggja 30 til 40 fleiri inn en séu útskrifaðir. Af þessum sökum aukist álagið á sjúkrahúsin sem séu nú nærri því að fyllast. „Ef kúrvan breytist ekki, getum við átt von á að vera með 500, kannski 600, innlagða sjúklinga á milli jóla og nýárs,“ sagði hann.

Af þessum sökum getur þurft að flytja sjúklinga á sjúkrahús utan höfuðborgarinnar og nú er verið að íhuga málin og ræða við yfirvöld í öðrum landshlutum þar sem álagið á sjúkrahúsin er minna.

Innlendar Fréttir