3 C
Grindavik
28. febrúar, 2021

Skafrenningur, éljagangur og lítið skyggni

Skyldulesning

Gular viðvaranir taka gildi klukkan níu í fyrramálið.

Gular viðvaranir taka gildi klukkan níu í fyrramálið.

Kort/Veðurstofa Íslands

Spár gera ráð fyrir norðan 10-18 m/s og skafrenningi eða éljagangi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi frá klukkan níu í fyrramálið, þegar gular viðvaranir taka gildi, og fram á annað kvöld. 

Í öllum þessum landshlutum verður skyggni mjög lítið og akstursskilyrði erfið, sérstaklega á fjallvegum.

Sérstaklega er bent á skafrenning og éljagang á Tröllaskaga en hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á Siglufirði.

Frost á landinu öllu verður á bilinu 1 til 6 stig.

Veðurvefur mbl.is.

Innlendar Fréttir