7 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Skagamennirnir upp í efstu deild með Lilleström

Skyldulesning

Lilleström er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs veru í næst efstu deild. Þetta varð ljóst eftir að Sogndal tapaði gegn Jerv í dag.

Lilleström gerði 1-1 jafntefli gegn Ham Kam í gær og það stig hefur nú tryggt liðinu upp um deildina.

Lokaumferðin fer fram næstu helgi en Lilleström hefur sex stiga forskot á Sogndal sem situr í öððru sæti, Tromsö er í efsta sæti.

Skagamennirnir Arnór Smárason, Björn Bergmann Sigurðarson og Tryggvi Hrafn Haraldsson eru í herbúðum Lilleström. Tryggvi kom til félagsins í haust og hefur raðað inn mörkum, hann er samningslaus eftir tímabilið.

💛🖤🔝🔝🔝 pic.twitter.com/gpcnT09uNs

— Arnór Smárason (@arnorsmaRa) December 7, 2020

Innlendar Fréttir