-4 C
Grindavik
4. desember, 2020

Skagfirsk matvæli fyrir 700 fjölskyldur afhent

Skyldulesning

Með í reikninginn – hjartaáföll

Einn dag fyrir átta árummeð eimskipi tók ég far.Nú man ég því miður ekkihver meining ferðalagsins var. En einhverra orsaka vegnaað endingu landi...

Bílstjórar Vörumiðlunar afferma annan af tveimur flutningabílum sem komu með …

Bílstjórar Vörumiðlunar afferma annan af tveimur flutningabílum sem komu með vörur úr Skagafirði.

mbl.is/Árni Sæberg

Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfyrirtæki afhentu í gær Fjölskylduhjálp Íslands rúm fjögur tonn af matvælum. Það er fyrsti hlutinn af um 40 þúsund matarskömmtum sem fyrirtækið mun afhenda hjálparstofnunum vegna matarúthlutunar fram til jóla.

„Þetta er mjög stór sending matvæla sem verður dreift í Reykjavík á mánudag og þriðjudag og í Reykjanesbæ á miðvikudag og fimmtudag. Þetta verður alrausnarlegasta úthlutun sem við höfum nokkurn tímann séð,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, og vísar þá til úthlutunar matvæla frá KS og öðrum sem afhent verða fjölskyldum vikulega fram að jólum, alls sautján úthlutunardaga.

Í sendingunni sem KS og dótturfélög afhentu í gær er matur fyrir um 700 heimili til úthlutunar í næstu viku. Þar er mikið af fiski, kjöti og mjólkurvörum sem fyrirtækin framleiða en einnig vörur sem fyrirtækið hefur keypt til að bæta við. Magnús Freyr Jónsson, forstöðumaður Mjólkursamlags KS, segir að ekki sé gaman að borða hamborgara nema hafa brauð og franskar. Fyrirtækið sjálft framleiði hamborgara og sósur en hafi keypt brauð og franskar. Þá fylgi kartöflur fiski og súpukjöti.

Ásgerður Jóna segir að vörur frá fleiri fyrirtækjum verði í jólaúthlutuninni, þegar að henni kemur, þótt vörurnar frá KS verði uppistaðan.

Innlendar Fréttir