Á þriðjudag í síðustu viku fannst tíu ára stúlka látin á barnaheimili í Þýskalandi. Lögreglan hefur þrjá pilta, 11, 11 og 16 ára, í haldi vegna málsins. Þeir eru grunaðir um að hafa banað stúlkunni. Bild skýrir frá þessu. Fram kemur að stúlkan hafi fundist látin að morgni til á barnaheimili í bænum Wunsiedel. Lögreglan hélt málinu leyndu fram undir helgi vegna rannsóknarhagsmuna og vegna þess hversu viðkvæmt það er.
Stúlkan hafði verið látin í nokkrar klukkustundir þegar hún fannst. Krufning leiddi í ljós að ekki var um slys að ræða.
Bild hefur eftir lögreglumönnum að gögn sýni að kynferðisbrot hafi átt sér stað.
Aðeins eru nokkrar vikur síðan 12 ára stúlka var stungin til bana nærri heimili sínu í Freudenberg. Tvær stúlkur, 12 og 13 ára, játuðu að hafa myrt hana.